Skýrsla stjórnar

Starfsskýrsla taekwondodeildar Aftureldingar 2021 

Stjórn 

Ragnheiður Vídalín Gísladóttir, formaður

Sigrún B. Sveinsdóttir, gjaldkeri

Ingileif H. Leifsdóttir, ritari

Heiðveig Magnúsdóttir, meðstjórnandi

Ela Sobczynska, meðstjórnandi

Þjálfaramál  

Yfirþjálfari taekwondodeildar er Arnar Bragason. Aðrir þjálfarar eru Ágúst Örn Guðmundsson,  María Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Steinunn Selma Jónsdóttir.

Aðstoðarþjálfarar (svartbeltingar): Iðunn Anna Eyjólfsdóttir, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Sunneva Eldborg Sigtryggsdóttir og Wiktor Sobczynski . Vigdís Helga Eyjólfsdóttir og Níels Salómon Ágústsson hafa verið afleysingarþjálfarar.

Erum líka að þjálfa upp iðkendur með lægri belti til að verða aðstoðarþjálfarar. Þau sem hafa sinnt því eru Aþena Rún Kolbeins, Aþena Rán Stefánsdóttir, Ásta Kristbjörnsdóttir, Daníel Viljar Sigtryggsson, Justina Kiskeviciute,  Regína

Bergmann Guðmundsdóttir,  Róbert Mikael Óskarsson og Vígsteinn Frosti Hauksson.

Afturelding bauð upp á skyndihjálparnámskeið á netinu sem nokkrir þjálfarar sóttu.

Skipulag 

Hver æfingahópur var með þjálfara og einn aðstoðarþjálfara á hverri æfingu. Þess má einnig geta að þjálfarar deildarinnar eru líka að þjálfa hjá Taekwondodeild ÍR og er mikið samstarf milli deildanna.

Þegar ekki var hægt að mæta á æfingar þá héldu þjálfarar úti heimaæfingum. Þeir settu inn æfingar alla virka daga vikunnar. Þá gátu iðkendur haft beint samband við þjálfara ef þeim vantaði aðstoð.

Hópaskiptingar 

Byrjendur 11 ára og yngri

Framhald 11 ára og yngri

Allir 12 ára og eldri

Keppnishópur sparring

Keppnishópur poomsae

Freestyle hærri belti

Á vor- og haust önn 2021 var boðið upp á Krílatíma fyrir 3-5 ára börn og TKD fitness tíma fyrir fullorðna.

Viðburðir

Norðurlandamótið sem átti að halda í Kaupmannahöfn í janúar 2021 var frestað.

Bikarmót 1 var haldið helgina 13-14 febrúar og stóðu keppendur frá Aftureldingu sig mjög vel. Keppendur frá Aftureldingu fengu 11 gullverðlaun, 15 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun. Afturelding varð í öðru sæti á bikarmótaröðinni með 176 stig.

Þá voru Ásta Kristbjörnsdóttir og Wiktor Sobczynski frá Aftureldingu valin kona og maður mótsins í sparring (bardaga).

Íslandsmót sem átti að halda helgina 27-28 mars var fellt niður vegna sóttvarnaraðgerða.

29. september fór fram foreldrakynning. Þar voru kynnt helstu hugtök í taekwondo, fyrirkomulag á beltaprófum og mótum. Kynninginn var haldin bæði í raunheimum og rafrænt.

Sunnudaginn 10. október 2022 fór fram Íslandsmót í formum. Afturelding vann mótið og er íslandsmeistari í formum. Iðkendur okkar stóðu sig vel og unnu 13 gullverðlaun, 9 silfur og 4 brons.

Laugardaginn 23.október fór fram innanfélagsmót. Unglingaráð TKD sá um skipulagningu og framkvæmd á mótinu. Þarna var tækifæri fyrir alla að prófa að keppa. 12 ára og yngri gátu tekið þátt óháð belti. Það var keppt bæði í poomsae og sparring og stóðu allir sig mjög vel. Allir fengu þátttökuverðlaun.

19-21. nóvember fór fram Evrópumót í taekwondo formum í Portúgal. Landsliðsþjálfari Íslands valdi tvo keppendur frá Aftureldingu til að fara á mótið. Það voru þær Ásthildur Emma og María Guðrún. Þær stóðu sig báðar vel en náðu ekki á pall.

Eftirtalin mót eru haldin árlega: 

Norðurlandamót – janúar

Bikarmótröð þrjú mót yfir veturinn

Íslandsmeistaramót í bardaga á vorin

Íslandsmeistaramót í formi á haustin

Landsliðsúrtökur 

Margir iðkendur frá Aftureldingu tóku þátt í landsliðsstarfi TKÍ, bæði í poomsae og sparring. Æfingar fóru fram þegar hægt var vegna sóttvarnaraðgerða.

 

 

Taekwondodeild ársins

Þau Ásthildur Emma og Wiktor Sobczynski voru valin taekwondo fólk ársins hjá Aftureldingu og Mosfellsbæ. Þau stóðu sig vel á þeim fáu mótum sem voru á árinu og eru flottir fulltrúar taekwondo.

 

 

 

 

 

Aðrar viðurkenningar

Unglingaráð Taekwondo fékk Starfsbikar UMFÍ. Starf deildarinnar væri langt í frá eins öflugt og það í dag er, ef ekki væri fyrir unglingaráðið og þá frábæru krakka sem þar eru.  Þau koma stjórn sífellt á óvart með hversu ábyrg, hugmyndarík og fagleg þau eru og framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum krökkum, hvort sem er í íþróttinni eða lífinu í heild sinni.

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.