Skýrsla stjórnar

Skýrsla stjórnar 2021

Fyrri hlut ársins setti Covid áfram mark sitt á starf Sunddeildar. Æfinga gengur næstum án takmarka, en síðustu páska þá vorum við með zoom þrek þar sem æfingar máttu ekki fara fram með venjulegum hætti, enn voru einhverjar takmarkanir á mótum. Haustönnin fór fram án allra takmarka bæði á mótum og keppni.

Eftir mikla breytinga í kjölfar covid, tók við nýtt stjórn í haust 2021. Í stjórn eru Alexandra María Stegemann (formaður), Berglind Bára Hansdóttir (gjaldkeri), Sigurlaug María Jónsdóttir (ritari) og meðstjórnendur Hólmfríður Björnsdóttir og Hilmar Smári Jónsson.

Staða Sunddeildar er góð eftir COVID. Iðkendum heldur áfram að fjölga í flestum hópum og deildin var rekin með hagnaði 2021.

Markmið stjórnar deildarinnar er að fjölga iðkendum enn frekar, treysta fjárhag og viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Stjórnin lítur björtum augum til framtíðar og er staðráðin í að efla hag sundiðkenda á komandi tímum.

Þjálfara:

Daníel Hannes Pálsson og Hilmar Smári Jónsson deila starfi yfirþjálfara sín á milli og koma þannig með mismunandi sérþekkingu í starf deildarinnar. Daníel sinni starf yfirþjálfari, Gullhóps, Höfrunga, Seli og þrekþjálfun á meðan Hilmar er yfirþjálfari, Gull- og Silfurhóps. Hilmar tekur líka stóran þátt í að skipuleggja starf sunddeilds og viðburðir og uppákomu deildarinnar. Hann heldur utan um þjálfaramál og sér líka um skipulagning sundskólans. Einnig  hefur hann nýlega tekið við starf gjaldkerans. Aþena þjálfaði Bronshóp og sundskóla hjá okkur á vorönn. Sigurósk Sigurgeirsdóttir tók við þjálfun Bronshóp og yfirumsjón sundskóla á haustönn. Sesselja Bára Jónsdóttir var aðstoðarþjálfari í sundskólanum.

Stjórn:

Ný stjórn sunddeildar kom með mikinn kraft inn í sundstarfið í haust. Fyrsta verkefnið var að græja búningamál deildarinnar. Í samstarfi með Jako og Arena þá varð búningamátun bæði á aftureldingarbúning frá Jako og merktum sundfötum frá Arena. Heppnaðist það mjög vel og margir pöntuðu sér búning og sundföt merkt Aftureldingu. Afturelding fór í samstarf við Arena í haust og eru búin að opna búð í samstarfi með þeim. Búðinn er hugsuð til að gefa iðkendum Aftureldingar möguleika á að kaupa sundvörur á ódýrara verði og í leið fjáröflun fyrir deildina. Stjórn tók einnig í gegn heimasíðu deildarinnar og settu upp betri upplýsingar um alla hópa deildarinnar, þannig einfaldara væri fyrir foreldra að vita í hvaða hóp ætti að skrá barnið sitt.

 

 

 

 

 

Sundhópa:

Sunddeildin skiptist upp í Selir, Höfrungahóp, Bronshóp, Silfurhóp, Gullhóp og Demantahóp.

Selir
Staðsetning Innilaug í Lágafellslaug
Aldur 1 bekkur
Æfingar 2 sinnum í viku 40 mín í senn
Þjálfari Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Á æfingum er lagt áhersla á að virða og þekkja reglur sundlaugarinnar, hlusta og koma vel fram við æfingarfélaga og þjálfara.
Farið er yfir grunnatriði í sundi, öndun, köfun, flot sem og fyrstu skref í skriðsundi, baksundi og bringusundi.
Áhersla er lögð á leik og skemmtun.
Höfrungar
Staðsetning Innilaug í Lágafellslaug
Aldur 2-3 bekkur
Æfingar 2 sinnum í viku 40 mín í senn
Þjálfari Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Á æfingum er lagt áhersla á að virða og þekkja reglur sundlaugarinnar, hlusta og koma vel fram við æfingarfélaga og þjálfara.
Farið er yfir grunnatriði í sundi, öndun, köfun, flot sem og fyrstu skref í skriðsundi, baksundi og bringusundi.
Áhersla er lögð á leik og skemmtun.
Dagskrá Innanfélagsmót, páskabingó og sumar skemmtun
Innifalið í æfingargjöldum eru æfingar og mótagjöld á mót
Bronshópur
Staðsetning Innilaug/útilaug í Lágafellslaug
Aldur 3-5 bekkur
Æfingar 3 sinnum í viku 45 mín í senn
Þjálfari Sigurósk Sigurgeirsdóttir
 
Markmið Á æfingum er lagt áhersla á að virða og þekkja reglur sundlaugarinnar, hlusta og koma vel fram við æfingarfélaga og þjálfara og mæta á réttum tíma.
Farið er yfir grunntækni í skrið, bak og bringusundi sem og undirbúningur fyrir æfingar- og innanfélagsmót.
Mikil áhersla er lögð á hópefli og góðan liðsanda.
Silfurhópur
Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug
Aldur 6-7 bekkur
Æfingar 4 sinnum í viku 60 mín í senn + 1 þrekæfing
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson
 
Markmið Á æfingum er lagt áhersla á að góðan liðsanda, hlusta og mæta á réttum tíma.
Farið er ýtarlega í tækni í skrið, bak og bringusund og grunnatriði í flugsundi kennd.
Gullhópur
Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug/Akranes/Ásvallalaug í Hafnafirði
Aldur 8 bekkur +
Æfingar 6 sinnum í viku 120 mín í senn + þrek aukalega
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson og Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Á æfingum er lögð áhersla á að góðan liðsanda og mæta á réttum tíma.
Farið er dýpra í tækni í öllum sundaðferðum, einnig er sett áhersla á þol og styrktar þjálfun. Fundur með þjálfara er tekin í byrjum hvers tímabils og í miðju tímabili, farið er yfir matarræði, líðan og markmiðasetningu.
Demantahópur
Staðsetning Útilaug í Lágafellslaug
Aldur 18 ára og eldri
Æfingar 3 sinnum í viku 90 mín í senn
Þjálfari Hilmar Smári Jónsson og Daniel Hannes Pálsson
 
Markmið Þessi hópur er hugsaður fyrir sundmenn sem vilja minka við sig en ekki ætta að æfa sundi. Á æfingum er lögð áhersla á að góðan liðsanda og mæta á réttum tíma.
Farið er dýpra í tækni í öllum sundaðferðum, einnig er sett áhersla á þol og styrktar þjálfun. Fundur með þjálfara er tekin í byrjum hvers tímabils og í miðju tímabili, farið er yfir matarræði, líðan og markmiðasetningu.

Skráning fór vel af stað eftir sumarið nema í Gullhóp þar sem voru einungis 4 iðkendur eftir. Til að efla Gullhópinn og bjóða upp á meira félagskap á æfingum var boðið upp á sameiginlegar æfingar með ÍA tvísvar í viku sem heppnaðist mjög vel. Vonum við að geta haldi áfram því samstarf sem mun styrkja sunddeildinn okkar áfram og gefur okkur tækifæri að bjóða upp á framúrskarandi þjálfun þrátt fyrir litinn æfingahóp.

Til að jafna út iðkendafjölda á milli hópa er líka tekið mið af getustigi iðkenda til að stýra betur hvaða hóp þeir tilheyra.

Sundskóli

Sundskóli Aftureldingar er búin að vera í miklu vexti og orðinn mjög vinsælt. Öll námskeið voru fullbókað og biðlista á flestir þeirra. Námskeiðinn eru hugsa fyrir börn 4-5 ára og er boðinn upp á sérnámskeið fyrir börn sem eru óöruggi („Fjör í vatni“ (Hámark 10 krakkar) – 4 og 5 ára). Námskeiðið er hugsað fyrir krakka sem eru ekki öruggir í vatni eða eiga í erfiðleikum að fara í kaf. Færri eru í hópnum svo þjálfarar geti einbeitt sér meira að hverjum einstakling fyrir sig. Mikið er um hopp, leiki, og léttar æfingar til að auka öryggi og ánægju í vatni.

Sundmót 2021

Sunddeildin fór á um 14 mót á árinu. Teljum við upp þau stærstu hér.

RIG (lámarkamót), fór fram í Laugardalslaug í janúar. Áttum við 8 keppendur á því móti og komust 3 sundmenn í úrslit. Virkilega flottur árangur

ÍM 50 (lámarkamót) fór fram í Laugardalslaug í apríl. Áttum við 3 keppendur á því móti og komst ein í úrslit. Einnig áttum við 2 boðsundsveitir á því móti.

Akranesleikarnir er stærsta mótið sem við förum á með yngri krakka deildarinnar. Mótið fer fram á Akranesi í júní og er yfirleitt gistimót en vegna covid þá var ekki gist í ár. Áttum við 28 keppendur á mótinu sem er mesti fjöldi sem við höfum farið með á mót í langan tíma. Áttum við 2 sundmenn á verðlaunapalli.

AMÍ var svo haldið í lok júní en lágmörk þarf til að komast á mótið. Mótið er haldið á Akureyri og gistu krakkarnir í skólanum næst sundlauginni. Áttum við 4 keppendur á mótinu og einnig komu tvær stelpur með til að keppa í boðsundum.

Sprengimót Óðins á Akureyri var svo haldið í september. Gistum við á fínu hóteli fyrir utan Akureyri með 4 manna hóp. Þetta mót er eitt af þeim skemmtilegri mótum ársins.

Keflavík heldur yngribarnamót á hverju ári mótið fór fram í byrjun október. Áttum við 17 keppendur á því móti.

ÍM 25 (lámarkamót) fór fram í Ásvallalaug í nóvember. Áttum við 5 keppendur á því móti og komust 3 í úrslit á því móti. Náðum við í 2 verðlaun á því móti. Einnig vorum við með 2 boðsundsveitir.

Fyrir jól var svo haldið innanfélagsmót fyrir Brons, Silfur og Gullhóp. Vegna Covid var ekki hægt að bjóða foreldrum að fylgjast með en hóparnir áttu góða stund saman og nutu samverunnar.

Bikar var haldin í desember og sendum við lið með stjörnunni og vorum undir merkjum UMSK. Fyrsta skipti í langan tíma sem við tökum þátt á Bikar og er hugmyndin að gera þetta að hefð.

 Viðburður 2021

Foreldrafundur: Sunddeildin hélt foreldrafund í september, aldrei hefur sést svona góð mæting á foreldrafund áður. Boðið var upp á pylsur

Æfingarbúðir Silfur: Fór fram í október og var full mæting í þær æfingarbúðir. Gist var í Vallarhúsinu og æft í Varmárlaug.

Syndum: Sunddeildin tók þátt í átakinu syndum og syntu þau til Þórshafnar eða 717km. Átakið var yfir 4 vikur.

Útburður á Mosfellingi: Við bárum út Mosfelling í október, nóvember og desember sem fjáröflun deildarinnar. Gekk mjög vel að fá fólk í að taka þátt.

Vorskemmtun Brons: í lok sundvetrarins fór Brons í keilu.

Vorskemmtun Silfur: í lok sundvetrarins fór Silfur í lasertak.

 

 

 

F.h. sunddeildar Aftureldingar
Alexandra María Stegemann