Skýrsla meistaraflokksráðs karla

Undirbúningstímabilið gekk að mörgu leyti vel. Margir uppaldir strákar hjá félaginu fengu sín fyrstu tækifæri með meistaraflokknum. Það er ljóst að það eru efnilegir leikmenn að koma upp úr yngri flokka starfinu á komandi árum. Meistaraflokksráðið ásamt þjálfurum vilja gefa ungum leikmönnum félagsins áfram möguleika að þróast innan félagsins og hluti af því er að byggja upp gott fótboltalið sem er byggt á heimastrákum í bland við reynslumeiri leikmenn.

Alls fengu 12 uppaldir leikmenn að spila leiki með meistaraflokki í fyrsta sinn á árinu. Viðgerðir og viðhald á búningsklefum settu smá skugga á undirbúningstímabilið en hópurinn var settur í tvo gáma fyrir aftan íþróttahúsið í nokkra mánuði. Gámarnir eru engan veginn nógu stórir fyrir 22 manna hóp. Liðinu tókst að keyra sig í gegnum þetta en það eru vonbrigði að viðgerðum var ekki lok

Sumarið gekk upp og ofan fram eftir sumri og fyrir þrjá síðustu leikina var liðið í 7. sæti. Þessir síðustu þrír leikir töpuðust allir og tveir síðustu illa sem þýddi 10. sæti. Markmiðið hafði verið sett hærra eða 6. sæti. Liðið var aldrei í fallhættu en allir samt sem áður svekktir með loka niðurstöðuna. Einhverjar skýringar eru á þessu eins og að liðið hefur of marga lykilleikmenn sem eru í námi í Bandaríkjunum. Þessir leikmenn eru að mæta til leiks þegar mótið er að hefjast og hverfa á braut á miðju tímabili. Þessir leikmenn eru samningsbundnir út árið 2022. Það er ljóst að félag í Lengjudeild getur ekki haft fleiri en 2-3 leikmenn sem eru erlendis í námi en þeir voru 5 hjá okkur. Þá geta þessir leikmenn ekki leikið lykilhlutverk í liðinu. Þrír erlendir leikmenn voru fegnir til liðs við félagið. Þeir leikmenn sem eru fegnir erlendis frá verða að vera máttarstólpar liðsins enda dýrari en innlendu leikmennirnir. Tveir af þessum leikmönnum spiluðu minna en helming tímabilsins vegna meiðsla. Álagsmeiðsli hrjáðu einn þeirra og markmaðurinn handleggsbrotnaði sem kostaði 11 leikja fjarveru.

Covid-19 litaði tímabilið aðeins og það hafði líklega einhver áhrif á mætingu áhorfenda. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á tekjuöflun sem að öðru leyti gekk ágætlega. Með nýjum viðburðum og styrktarsamningum lítur út fyrir að tekjur flokksins nái um 35 m.kr. Árið 2020 var veltan um 25 m.kr. en eins og allir vita var það ár mjög litað af áhrifum takmarkana vegna covid-19. Í ár komu þó bætur vegna þess sem hjálpuðu til í rekstrinum.

Það verða einhverjar hrókeringar í leikmannamálum fyrir næsta tímabil en ráðið og þjálfarateymið horfir björtum augum til næsta sumars.

 

Gísli Elvar Halldórssson

Formaður meistaraflokkráðs karla

 

ið á þessum tíma.