Skýrsla stjórnar

Starfsskýrsla hjóladeildar Aftureldingar 2021

Árið fór nokkuð vel fram þrátt fyrir covid.

Ingvar og Berglind sáu um þjálfun og fékk Ingvar stundum aðstoð frá Eyþóri við æfingar.

Hjóladeildin hélt tvö hjólamót, fyrra mótið var Bikarmót í XCO Reykjalundarmótið 30 Maí 20sem við höldum fyrir HRÍ. N1 styrkti okkur í því móti og voru um 50 manns sem tóku þátt í roki og mikilli rigningu en mótið fór vel fram og þátttakendur ánægðir þrátt fyrir veður.

Seinna mótið var svo Fellahringurinn sem haldin var 26 ágúst og voru þátttakendur þar 88 bæði í litla og stóra hringnum. Í ár var GÁP aðal styrktaraðili mótsins og gaf fjallahjól í verðlaun og eins og áður sá  Raggi í Höfðakaffi um súpuna eftir mótið. Mótið gekk í alla staði mjög vel.

Það urðu breytingar á stjórn á árinu, Arna María lét af stöfum af persónulegum ástæðum en engin kom inn í staðinn heldur kláraði núverandi stjórn bara árið án þess að fylla í hennar skarð. Gunnar Ingi hætti svo líka af persónulega ástæðum og kom Ólafur Örn Bragason inn í hans stað.

 

F.h. stjórnar hjóladeildar Aftureldingar,

Arnar Sigurbjörnsson, formaður.