Félagsmenn Knattspyrnudeildar

0
FÉLAGAR
0,6%
KONUR
0,4%
KARLAR

Skýrsla meistaraflokks kvenna

Mjólkurbikarinn byrjaði og fór liðið alla leið í 8.liða úrslit í Mjólkurbikarnum, þar drógst liðið gegn Breiðablik. Þar sem liðið var í harðri baráttu í deildinni um sæti á meðal þeirra bestu var ákveðið að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins, það var litið svo á, að mikilvægara væri að hafa alla heila fyrir átökin í deildinni og koma liðinu upp í deild þeirra bestu, þar sem Afturelding á heima.

Deildarkeppnin gekk einsog í sögu, liðið endaði í 2.sæti eftir, tveimur stigum á eftir KR. Liðið vann 12 leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Sæti í deild þeirra bestu staðreynd.

LESA MEIRA

Skýrsla meistaraflokksráðs karla

Alls fengu 12 uppaldir leikmenn að spila leiki með meistaraflokki í fyrsta sinn á árinu.
Sumarið gekk upp og ofan fram eftir sumri og fyrir þrjá síðustu leikina var liðið í 7. sæti. Þessir síðustu þrír leikir töpuðust allir og tveir síðustu illa sem þýddi 10. sæti. Markmiðið hafði verið sett hærra eða 6. sæti. Liðið var aldrei í fallhættu en allir samt sem áður svekktir með loka niðurstöðuna. Einhverjar skýringar eru á þessu eins og að liðið hefur of marga lykilleikmenn sem eru í námi í Bandaríkjunum. Þessir leikmenn eru að mæta til leiks þegar mótið er að hefjast og hverfa á braut á miðju tímabili. Þessir leikmenn eru samningsbundnir út árið 2022. Það er ljóst að félag í Lengjudeild getur ekki haft fleiri en 2-3 leikmenn sem eru erlendis í námi en þeir voru 5 hjá okkur.

LESA MEIRA

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Starfsemi Barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar var í miklum blóma á nýliðnu tímabili. Allir iðkendur tókum þátt í Faxaflóamóti og Íslandsmóti í elstu flokkunum, líkt og undanfarin ár og farið var á öll helstu mótin í yngri flokkum um land allt á tímabilinu

Við erum ákaflega stolt af okkar starfi og áttum við einstaklinga í yngri landsliðum á tímabilinu sem voru félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan. Við fórum með mjög fjölmenna kvennaflokka á Símamótið í ár og settum met í fjölda skráðra liða. 5.flokkur karla fór á N1 mótið á Akureyri í byrjun júlí með sjö lið og unnu mótið í flokki A liða í fyrsta sinn í sögu félagsins.

LESA MEIRA

Stjórn knattspyrnudeildar 2021-2022

LESA MEIRA

Þjálfarar

LESA MEIRA