Skýrsla barna- og unglingaráðs

Veturinn hefur gengið vel hjá BUR og er óhætt að segja að starfið hjá okkur sé alltaf að vaxa á hverjum vetri. Þegar að “kvöddum” Covid þá byrjaði jafnt og þétt að fjölga hjá okkur í felstum flokkum og er það mikið gleði efni.

Eftir áramót byrjuðum við með 9.fl. sem er fyrir krakka á elsta ári í leiksskóla. Það er ljóst að þetta er komið til að vera enda höfum við verið með ca 20 káta krakka á flestum æfingum.

Við fjárfestum í Spiideo myndavélakerfi sem mun taka okkar þjálfun upp á nýtt level. Núna eru allir heimaleikir teknir upp og hafa leikmenn og þjálfarar aðgang að þessum leikjum. Einnig getum við boðið foreldrum upp á beint streymi frá okkar heimaleikjum.

Árangurinn hefur í heildina verið nokkuð góður, flestir flokkar að bæta sig og 5.fl. kk yngri varð Íslandsmeistari.

Eins og áður sagði erum við nokkuð ánægð með veturinn og er gott að sjá að iðkendafjöldinn er á uppleið hjá okkur. Okkar helstu áskoranir eru að fá stelpur úr 1. – 4. bekk til að koma æfa handbolta. Það er ljóst að fimleikarnir trekkja mikið að hjá þessum aldri og vonumst við eftir að samstarf við fimleikadeildina geti hjálpað okkur að fá fleirri stelpur til að æfa handbolta.