Fimleikadeild

Styrkir og framlög voru töluvert hærri en gert var ráð fyrir en fimleikadeildin fékk styrk vegna Covid-19. Tekjur vegna æfingagjalda voru rúmlega 3,5 milljónum lægri en áætlað var en voru þó hærri en á árinu 2020. Ástæða þess að tekjur voru lægri en áætlun eru meðal annars vegna þess að mistök voru gerð þegar rukkuð voru inn æfingagjöld og greiddu iðkendur tæpum 650 þúsund krónum of lítið þá önnina.

Fimleikadeildin fjárfesti í ýmsum smærri búnaði á árinu, m.a 20 stk. heilgalla á elstu iðkendurna okkar ásamt þjálfarafatnaði og töskum.

Eins og venja er sendum við þjálfarana okkar á námskeið á árinu en þar sem námskeiðahaldið hjá Fimleikasambandi Íslands var ekki komið á fullt bíðum við enn eftir að boðið verði upp á fleiri námskeið.

LESA MEIRA

Félagsmenn Fimleikadeildar

0
FÉLAGAR
0,2%
KONUR
0,8%
KARLAR

Stjórn Fimleikadeildar
2021-2022

LESA MEIRA

Ársreikningur
Fimleikadeildar