Félagsmenn Handboltadeildar

0
FÉLAGAR

0,5%
KONUR

0,5%
KARLAR
 
 

Skýrsla meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna hefur spilað í Grill 66 deildinni í vetur og verið á góðri siglingu.  Heimsfaraldur hefur eðlilega sett leikjaplön og æfingar úr skorðum og reynt mikið á alla.  Liðið og þjálfarar hafa þó sýnt karakter og hjálpast að við að halda haus og einbeitingu á tímabilinu og þó að æfingar hafi verið með ýmsum hætti í vetur þá er aldrei eins gaman og þegar boltinn fær að vera með.

Þrír leikmenn Aftureldingar voru valdir í æfingahópa landsliða Íslands í vetur. Þær Úlfhildur Tinna og Birna Lára í U19 og Eva Dís Sigurðardóttir æfði með A landsliðinu.  Þetta er mikil reynsla fyrir stelpurnar og virkilega góður árangur hjá þeim.

Meistaraflokksráðið er vel mannað af dugmiklu fólki sem vill hag og veg stelpnanna sem mestan.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla meistaraflokks karla

Tímabilið hjá mfl. karla var erfitt og ljóst að niðurstaða 9. sætið voru mikil vonbrigði. Veturinn fór ágætlega af stað og spilamennskan fyrir áramót nokkuð góð þótt stigin hefðu mátt vera fleirri. Flestir leikir liðsins voru mjög jafnir og með smá heppni og klókindum á lokamínútum leikjana hefði liðið átt að vera með 4-5 stigum meira. Í desember bankanði gamall draugur upp á hjá liðinu og báðir línumenn liðsins meiddust illa og var liðið frekar þunnskipað síðustu leiki ársins

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Eftir áramót byrjuðum við með 9.fl. sem er fyrir krakka á elsta ári í leiksskóla. Það er ljóst að þetta er komið til að vera enda höfum við verið með ca 20 káta krakka á flestum æfingum.

Árangurinn hefur í heildina verið nokkuð góður, flestir flokkar að bæta sig og 5.fl. kk yngri varð Íslandsmeistari.

Eins og áður sagði erum við nokkuð ánægð með veturinn og er gott að sjá að iðkendafjöldinn er á uppleið hjá okkur. Okkar helstu áskoranir eru að fá stelpur úr 1. – 4. bekk til að koma æfa handbolta. Það er ljóst að fimleikarnir trekkja mikið að hjá þessum aldri og vonumst við eftir að samstarf við fimleikadeildina geti hjálpað okkur að fá fleirri stelpur til að æfa handbolta.

SKOÐA SKÝRSLU