Frjálsíþróttadeild

Þetta eru heldur færri iðkendur en undanfarin ár og fer því miður áfram fækkandi. Illa hefur gengið að finna fasta þjálfara fyrir frjálsíþróttirnar og telja má víst að það sé ástæða fækkunar í deildinni. Áfram verður það helsta verkefni stjórnarinnar að finna hæfa þjálfara til að byggja upp starfið til lengri tíma.

Sumarnámskeið var haldið í samstarfi við sunddeild Aftureldingar fyrir 6 – 10 ára börn. Boðið var upp á heilsdagsnámskeið með frábærum þjálfurum. Óhætt er að segja að námskeiðið hafi gengið framar vonum og meira að segja hafi komið upp sú staða í sumum vikum að færri hafi komist að en vildu.

Haldið var upp á 100 ára afmæli Álafosshlaupsins árið 2021 og fór það fram þann 12. Júní að venju í frábæru veðri. Boðið var upp á tvær vegalengdir, u.þ.b 5 og 10 km. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti heiðraði okkur með þátttöku sinni í hlaupinu en varð að lúta í lægra haldi fyrir hraðari hlaupurum á endasprettinum.

LESA MEIRA

Félagsmenn Frjálsíþróttadeildar

0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR

Stjórn frjálsíþróttadeildar
2020-2021

LESA MEIRA

Ársreikningur Frjálsíþróttadeildar