Skýrsla stjórnar

Stjórn deildarinnar 2021

Stjórn deildarinnar 2021

Anna Olsen, formaður

Anna María Þórðardóttir, meðstjórnandi

Elín Ragnarsdóttir, gjaldkeri

Willem Cornelis Verheul, meðstjórnandi

Katrín Baldvinsdóttir, meðstjórnandi

Þóra Jónsdóttir , meðstjórnandi

Ásgeir Sæmundsson, meðstjórnandi

Aðalfundur deildarinnar er 25. Apríl 2022

Þjálfarar deildarinnar

Yfirþjálfari karatedeildar Aftureldingar er Willem C. Verheul  3. dan, hann einnig er yfirþjálfari karatedeildar Fjölnis.

Aðrir þjálfarar :

Snæbjörn Willemsson Verheul 3. dan, Anna Olsen, 2. dan,  Þórður Jökull Henrysson 2. dan.  Gunnar Haraldsson, 2. Dan, Hugi Thór Haraldsson, 1. Dan, Heiða Dís Samúelsdóttir, 1. kyu

Æfingatímar

Karatedeildin er með æfingatíma alla daga vikunnar. Uppsetning á æfingatímum er þó með svipuðu sniði og sl. ár, þ.e. æfingar fara fram seinni part dagsins, yngstu iðkendur byrja og þeir elstu eru fram á kvöld.  Byrjendatímar eru kl. 17:30 – 19:00 á mánu – og miðvikudögum. Afreksæfingar eru í Egilshöll á mánu- og miðvikudögum með iðkendum Fjölnis .Karatedeildin er með æfingatíma alla daga vikunnar. Uppsetning á æfingatímum er þó með svipuðu sniði og sl. ár, þ.e. æfingar fara fram seinni part dagsins, yngstu iðkendur byrja og þeir elstu eru fram á kvöld.  Byrjendatímar eru kl. 17:30 – 19:00 á mánu – og miðvikudögum. Afreksæfingar eru í Egilshöll á mánudögum og í Varmá miðvikudögum með iðkendum Fjölnis

Hópaskiptingar æfingaárið 2021-2022

Byrjendahópur –  5-13 ára

Byrjendahópur – fullorðinna kennt í Egilshöll, í samstarfi við karated. Fjölnis

Framhald – yngri, 6-8 ára, blönduð belti

Framhald – eldri,  9-12 ára, blönduð belti

Framhald – unglingar, 11-15 ára, há belti

Fullorðinshópur – 16 ára og eldri

Afrekshópur – iðkendur sem einbeita sér að keppni, gráðun ofl. Yfirþjálfari velur í þennan hóp.

Fjöldi skráðra karateiðkenda í deildinni eru u.þ.b. 40 flestir eru á aldrinum 5 – 14 ára.

Ný byrjendanámskeið voru auglýst í ágúst 2021 fyrir 5-13 ára, ekki var boði uppá fullorðinsnámskeið núna þar sem Covid 19 hefur sett strik í reikninginn. Fullorðnir hafa lítið getað æft.

Íslandsmeistaratitlar og aðrir titlar í karate árið 2021

Eftirfarandi titlar hafa unnist

Íslandsmeistarar

Þórður Jökull Henrysson        1. sæti –  Senior

Oddný Þórarinsdóttir              2. Sæti –  Senior

 

Bikarmeistarar

               BM1- Þórður Jökull Henrysson        1 sæti –  Senior

BM2 -Þórður Jökull Henrysson        1. Sæti – Senior

Oddný Þórarinsdóttir              1. Sæti -Senior

BM3– Þórður Jökull Henrysson         1. Sæti – Senior

Reykjavíkurmeistarar

Þórður Jökull Henrysson       2. Sæti Senior

Dóra Þórarinsdóttir                 1. Sæti stúlkur 13 ára

 

Árangur Þórar Jökulls með Landsliðinu

    1. Evrópumeistaramót ungmenna – 9 sæti kata U21
    2. Solna karate cup – 3 sæti U21, 7 sæti senior
    3. Heimsmeistaramót fullorðinna – 49 sæti kata senior (af 64)
    4. Norðurlandameistaramót – kata senior, 9 sæti male senior

Annað: er í 11 sæti á heimslista U21 kata male, og 249 sæti á heimslista male kata.

Félagsstarf og starfsemin árið 2021

Árið 2021 er búið að vera einstakt sökum Covid19, það hafði veruleg áhrif á starfsemi deildarinnar. Mót voru haldin, án áhorenda og undir ströngum reglum vegna sóttvarna. Beltagráðun var haldin og farið eftir ströngustu reglum þar einnig vegna sóttvarna. En við þurfum þó að fresta þeim og  færa þau til vegna stöðugra breytinga á fjöldatakmörkunum.   Í desember 2020 voru Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Henrysson valin íþróttamaður og kona karatedeildarinnar. Þórður Jökull var valinn Íþróttamaður Aftureldingar í annað sinn. Á hátíð Mosfellsbæjar í byrjun janúar 2022 voru tilnefningar til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2021. Þórður og Oddný voru tilnefnd fyrir hönd karatedeildarinnar. Ekki var farið í það hjá Mosfellsbæ að veita viðurkenningar fyrir ýmsa titla og efnilegustu iðkendurnar. Í apríl voru áætlaðir æfingabúðir og beltagráðun á vegum Sensei Steven Morris, en ekki varð af því sökum Covid. Iðkendur sem áttu að taka hærri gráðun sáu því fram á að þurfa því að bíða lengur. Sensei Willem C Verheul gékk í það að fengin var undanþága frá KOI sambandinu til að heimila honum að gráða þá iðkendur sem voru að bíða eftir að taka Shodan-ho og uppí Nidan.  Í maí voru 6 iðkendur gráðaðir með þeim fyrirvara að þeir tækju aftur próf í október ef Sensei Steven kæmi til landsins.  Í október var mikil taugaspenna þar sem sóttvarnarlögum var breytt oft og koma Sensei Stevens því í óvissu. En það blessaðist allt og hann kom til að gráða iðkendur hjá Aftureldingu og Fjölni í október. Einnig héldum við opnar æfingabúðir með honum fyrir Landsliðsmeðlimi og iðkendur annara félaga. Æfingabúðirnar voru vel sóttar og Sensei Steven ánægður með framfari iðkenda. Við gerum líka eitt og annað okkur til skemmtunar, boðið var uppá skemmtilega stund í fimleikasalnum, á Öskudaginn mátti mæta í Öskudagsbúningum á æfingu.  Í byrjun hausts var Anna mikið á staðnum þegar byrjendur voru að koma á æfingar og ræddi við foreldra.  Foreldrafundur var haldinn á Zoom í byrjun annar þar sem Willem yfirþjálfari sagði frá íþróttinni og fyrirkomulagi æfinga.  Ekki var hægt að bjóða  foreldrum  að mæta á æfingar með iðkendum til að fá innsýn í íþróttina sem barnið er að æfa.  Öll starfsemi, keppnir og annað var í algjöru lágmarki á árinu.  Önnina enduðum við svo á beltaprófi og var farið í jólafrí  um miðjan desember.

Aðstöðumál

Aðstaða deildarinnar er góð, en alltaf er hægt að bæta. Eftir að skrifstofa Aftureldingar kom á hæðina bættist við langþráð salernisaðstaða á hæðina.  Enn erum við að kvartað undan þrifum og hita/kulda í salnum.  Öllu fögru lofað varðandi þrifin en það virðist ganga frekar hægt og er orðið ansi þreytt mál.  Loftræstingin er enn ekki að virka þrátt fyrir að salurinn hafi verið tekinn í notkun í nóvember 2014.  Deildin hefur verið að bæta við búnað sinn reglulega og keypt ýmis smá áhöld til að auka við fjölbreytni á æfingum.

Beltapróf og Kobe Oskaka International

Yfir æfingaárið eru haldin þrjú beltapróf. Æfingaárið skiptist í tvær annir og eru beltaprófin í desember, mars og  apríl/maí. Iðkendur greiða ekki sérstaklega fyrir beltaprófin en þeir fá viðurkenningarskjal, strípur á belti eða fara upp um heilt belti á prófum. Stjórn deildarinnar hefur selt iðkendum belti.

Karatedeildin varð „full member“ hjá Kobe Osaka International (KOI) þegar árgjaldið var endurnýjað 2015. Karatedeildin hefur verið aðili að KOI frá 2005 og frá upphafi var það markmið deildarinnar að verða fullgildur aðili.  Í því felst að sensei Steven Morris gráðar iðkendur a.m.k. einu sinni á ári en það gefur deildinni og iðkendum hennar ákveðna gæða einkunn. Allir, sem þreyta próf hjá Morris, fá alþjóðlegt skírteini og viðurkenningarskjal frá KOI.

Mosfellsbær   3. apríl 2022

f.h. karatedeildar Aftureldingar

Anna Olsen