Skýrsla formanns

Uppskeran á árinu 2021 var að mörgu leiti mjög góð og það verður aldrei of oft sagt að það er svo innilega gleðilegt þegar maður sér fólkið okkar uppskera árangur erfiðisins.

Iðkendum í Aftureldingu hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár en á árinu fjölgaði þeim um 214 eða 14,8% eftir að hafa fækkað lítillega árið áður. Þann 31. desember 2021 voru skráðir iðkendur 1.658 en það eru 1.444 einstaklingar sem merkir að það eru 207 börn sem æfa fleiri en eina grein. Í haust var farið í markvissa vinnu með yfirþjálfurum þriggja stærstu deildanna með það að markmiði að tímatafla hjá 1. – 4. bekk skaraðist ekkert, það varð úr að ein æfing skaraðist hjá þessum aldri þannig að það er tækifæri til bætingar.

Íþróttakona ársins hjá Aftureldingu 2021 er Telma Dögg Grétarsdóttir en árið var henni mjög gott og er hún einn af máttarstólpum Aftureldingar og A landsliðs Íslands.

Íþróttamaður Aftureldingar var kjörinn Þórður Jökull Henrysson karatemaður. Undanfarin ár hefur Þórður verið afkastamikill bæði hérlendis og á alþjóðlegum mótum, Þórður er í 11. sæti á heimslista U21 í kata karla.

LESA MEIRA

Félagsmenn Aftureldingar

0
FÉLAGAR
0,5%
KONUR
0,5%
KARLAR
wdt_ID Deild Fjöldinn Fjöldi Hlutfall KK KVK KK hlutfall KVK hlutfall
1 Knattspyrnudeild 660 660 37,9 425 235 64,4 35,6
2 Fimleikadeild 492 492 28,3 132 360 26,8 73,2
3 Handknattleiksdeild 245 245 14,1 163 82 66,5 33,5
4 Blakdeild 150 150 8,6 48 102 32,0 68,0
5 Taekwondodeild 87 87 5,0 62 25 71,3 28,7
6 Körfuknattleiksdeild 120 120 6,9 98 22 81,7 18,3
7 Karatedeild 42 42 2,4 28 14 66,7 33,3
8 Frjálsíþróttadeild 20 20 1,1 9 11 45,0 55,0
9 Badmintondeild 107 107 6,1 84 23 78,5 21,5
10 Sunddeild 74 74 4,3 33 41 44,6 55,4

Skýrsla skrifstofu Aftureldingar

Sú staðreynd að ekki varð meira brottfall má að okkar mati þakka þeim frábæra hóp sem við höfum af þjálfurum og sjálfboðaliðum. Þjálfararnir okkar komu okkur á daglega á óvart með þeirra útsjónarsemi. Flestir iðkendur gátu nálgast æfingar hjá þjálfurnum sem fóru langt út fyrir kassann til þess að halda iðkendum við efnið. Oftar en ekki skelltum við uppúr vegna frábærra hugmynda á framsetningu æfinga. Það fór ómældur tími þjálfara í að halda iðkendum við efnið, sem skilaði sér heldur betur.

Sjálboðaliðarnir stigu líka upp – þeir hvöttu leikmenn, þjálfara og hvert annað fyrir utan hefðbundin sjálfaboðaliðastörf.  Eitt erfiðasta verkefni ársins, jafnframt það skemmtilegasta er val á íþróttamanni ársins. Á þeim viðburði er einn sjálfboðaliði einnig valinn, Vinnuþjarkur. Þetta ár var þetta flókið og erfitt var. Rúmlega 110 sjálfboðaliðar félagsins hefðu allir geta fengið þessi verðlaun. Við erum ákaflega heppin með allt þetta frábæra fólk. Án þeirra væri starfið ansi máttlaust.

LESA MEIRA


Ársreikningur aðalstjórnar