Skýrsla barna- og unglingaráðs

Starfsemi Barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar var í miklum blóma á nýliðnu tímabili. Allir iðkendur tókum þátt í Faxaflóamóti og Íslandsmóti í elstu flokkunum, líkt og undanfarin ár og farið var á öll helstu mótin í yngri flokkum um land allt á tímabilinu. Yngstu flokkarnir okkar sækja að meðaltali tíu mót á keppnistímabilinu og leika svo æfingaleiki þess á milli.

Covid-19 hafði einhver áhrif á starfsemi deildarinnar eins og aðra í þjóðfélaginu en með góðri samvinnu við foreldra náði okkar frábæri þjálfarahópur að halda iðkendum áhugasömum og hélst starfsemin óbreytt í sumar. Í deildinni starfa um 50 þjálfarar sem leggja mikið á sig við að gera starfsemi okkar enn betri alla daga.

Í hverri viku fara fram í kringum 70 æfingar hjá deildinni á gervigrasinu og í Fellinu og því gríðarlegt skipulag sem þarf til að koma öllum æfingum fyrir. Vegna mikillar uppbyggingar undanfarin ár hefur reynst erfitt að koma fjölmennum flokkum fyrir á vellinum og nú er staðan þannig að deildin þarf á bættri aðstöðu að halda til þess að geta þjónustað iðkendur sína til lengri tíma.

 

 

 

 

 

Knattspyrnudeildin tók þátt í tugum yngri flokka móta á árinu um allt land og það fóru fram yfir 440 keppnisleikir á tímabilinu hjá eldri flokkum deildarinna, auk fjölda æfingaleikja á undirbúningstímabilinu.

 

 

 

 

 

Við erum ákaflega stolt af okkar starfi og áttum við einstaklinga í yngri landsliðum á tímabilinu sem voru félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan. Við fórum með mjög fjölmenna kvennaflokka á Símamótið í ár og settum met í fjölda skráðra liða. 5.flokkur karla fór á N1 mótið á Akureyri í byrjun júlí með sjö lið og unnu mótið í flokki A liða í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Nýtt knattspyrnuár rúllaði af stað núna í haust og erum við ákaflega stolt af því að segja frá því að yfir 600 börn og unglingar æfa nú knattspyrnu hjá deildinni og um 50 þjálfarar starfa hjá deildinni sem kappkosta alla daga við að gera gott starf enn betra.

Weetosmót Aftureldingar

Blásið var í lúður að morgni þann 28. ágúst, Weetosmótið, mikil gleði var að geta haldið mótið þetta árið. Mótið varð minna í sniðum en árið 2019, engin veitingasala var á svæðinu vegna takmarkana og einnig var bara liðstjóri með hverju liði. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gekk mótið ótrúlega vel og allir fóru sáttir og glaðir heim.

Mótsnefnd og BUR stóðu vaktnina ásamt góðum hópi foreldara sem gáfu sér til að aðstoða félagið sitt. Takk fyrir hjálpina kæru foreldara.

 

 

 

 

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Yfir 400 krakkar sóttu Knattspyrnuskóla Aftureldingar í sumar og er það annað árið í röð sem svona stór hópur iðkenda sækir námskeiðin okkar.

Í knattspyrnuskólanum læra krakkarnir grunnatriðin í knattspyrnu og þeir sem eru lengra komnir fá verkefnið við hæfi. Undanfarin ár hefur verið sett upp akademía sem iðkendur í 4. og 5. flokki geta sótt þar er farið yfir ákveðin atriði sem eiga styrkja iðkendur á þeim aldri. Markmenn fá sitt pláss og þar eru markmannsþjálfara deildarinnar að störfum. Mikil ánægja er hjá iðkendum og hefur akademían verið vaxandi. Stefnan er að gera enn betur árið 2022.

KSÍ  VERKEFNI

Nokkrir iðkendur fengu það skemmtilega tækifæri að taka þátt í landsliðsverkefnum og er það mikill heiður.

Hæfileikamót
Jakob Gunnar Sigurðsson
Eva Kristinsdóttir Hrafn Guðmundsson
Emma Sigurðardóttir Sindri Sigurjónsson
Steinunn Erla Gunnarsdóttir Enes Cogic
Sæmundur Egilsson

 

Landsliðsverkefni U15
Steinunn Erla Gunnarsdóttir Hrafn Guðmundsson
Sindri Sigurjónsson

 

Landsliðsverkefni U16 Landsliðsverkefni U17
Hrafn Guðmundsson
Sindri Sigurjónsson Arnar Daði Jóhannesson
Bjarki Már Ágústsson
Arnar Daði Jóhannesson

 

BUR þakka öllum foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf.

Bjarki Már Sverrisson

Yfirþjálfari yngri flokka