Badmintondeild

Badmintondeildin hefur verið með æfingar í sölum 2 og 3 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og hefur fullorðinshópurinn verið með einn tíma í viku í Íþróttahúsinu í Lágafelli. Á haustönninni varð þó breyting á þar sem barna- og unglingastarfið var nánast alfarið fært yfir í Lágafell þar sem deildin fékk salnum þar breytt og bættist við völlur og voru þeir því orðnir 4. Krakkarnir voru því að æfa á þriðjudögum og fimmtudögum í Lágafelli fyrir utan U9 sem var bara á fimmtudögum. Unglingahópurinn fékk að auki eina æfingu á miðvikudagskvöldum í sal 2 að Varmá.

Framtíðarstefna deildarinnar hefur verið svipuð undanfarin ár en hún er að breiða út íþróttina, fjölga iðkendum og lágmarka brottfall í barna- og unglingastarfinu sérstaklega. Þá hefur það einnig verið ákveðið markmið að auka gæði í þjónustu deildarinnar, bæði hvað varðar þjálfunarstarfið en einnig hvað varðar aðstöðuna og æfingatíma. Félagslegi þátturinn hefur einnig verið mikið í umræðunni og hefur stjórnin rætt mikið um að vilja virkja iðkendur í að skipuleggja viðburði fyrir hópana til að hrista fólk saman. Hluti af félagslega þættinum ekki síður en þjálfunarstarfinu er að fara í æfingaferðir með krakkana. Þetta hefur verið gert áður en ekkert síðustu misseri. Það er von stjórnarinnar að nú sé hægt að blása til sóknar í þessum efnum ásamt því að fara í fleiri keppnisferðir út á land og jafnvel út fyrir landsteinana.

LESA MEIRA

Félagsmenn Badmintondeildar

0
FÉLAGAR
0,5%
KONUR
0,5%
KARLAR

Stjórn Badmintondeildar
2021-2022

LESA MEIRA

Ársreikningur Badmintondeildar