Skýrsla meistaraflokks karla

Tímabilið hjá mfl. karla var erfitt og ljóst að niðurstaða 9. sætið voru mikil vonbrigði. Veturinn fór ágætlega af stað og spilamennskan fyrir áramót nokkuð góð þótt stigin hefðu mátt vera fleirri. Flestir leikir liðsins voru mjög jafnir og með smá heppni og klókindum á lokamínútum leikjana hefði liðið átt að vera með 4-5 stigum meira. Í desember bankanði gamall draugur upp á hjá liðinu og báðir línumenn liðsins meiddust illa og var liðið frekar þunnskipað síðustu leiki ársins.

Janúar mánuður var liðinu erfiður, útlendingur var sendur heim, tveir leikmenn kallaðir tilbaka úr láni og lykilmenn ennþá meiddir. Þá var ljóst að það þurfti að pússla liðunu saman nánast upp á nýtt eftir þessar miklu breytingar. Fyrsti leikur eftir áramót var en hann reyndist okkur mjög dýr þar sem Árni Bragi lykilmaður og einn af leiðtogum liðsins meiddist illa. Í stuttu máli þá náði liðið sér aldrei almennilega á strik eftir þetta og var niðurstaðan eins og áður sagði 9. sæti mikil vonbrigði.

Eftir svona vetur er mikilvægt að læra af þeim mistökum sem voru gerð innan vallar sem utan. Það er ljóst að það verða litlar breytingar á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil og eru leikmenn og þjálfarar staðráðnir í því að læra af þessum vetri og mæta sterkari til leiks á næsta tímabili.