Karatedeild

Árið 2021 er búið að vera einstakt sökum Covid19, það hafði veruleg áfrif á starfsemi deildarinnar. Mót voru haldin, án áhorfenda og undir ströngum reglum vegna sóttvarna. Beltagráðun var haldin og farið eftir ströngustu reglum þar einnig vegna sóttvarna. En við þurfum þó að fresta þeim og  færa þau til vegena stöðugra breytinga á fjöldatakmörkunum.   Í desember 2020 voru Oddný Þóarinsdóttir og Þórður Henrysson valin íþróttamaður og kona karatedeildarinnar. Þórður Jökull var valinn Íþróttamaður Aftureldingar 2. árið í röð. Á hátíð Mosfellsbæjar í byrjun janúar 2022 voru tilnefningar til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2021. Þórður og Oddný voru tilnefnd fyrir hönd karatedeildarinnar.

.  Í maí voru 6 iðkendur gráðaðir með þeim fyrirvara að þeir tækju aftur próf í október ef Sensei Steven kæmi til landsins.  Í október var mikil taugaspenna þar sem sóttvarnarlögum var breytt oft og koma Sensei Stevens því í óvissu.

Karatedeildin varð „full member“ hjá Kobe Osaka International (KOI) þegar árgjaldið var endurnýjað 2015. Karatedeildin hefur verið aðili að KOI frá 2005 og frá upphafi var það markmið deildarinnar að verða fullgildur aðili.  Í því felst að sensei Steven Morris gráðar iðkendur a.m.k. einu sinni á ári en það gefur deildinni og iðkendum hennar ákveðna gæða einkunn. Allir, sem þreyta próf hjá Morris, fá alþjóðlegt skírteini og viðurkenningarskjal frá KOI.

LESA MEIRA

Félagsmenn Karatedeildar

0
FÉLAGAR
0,3%
KONUR
0,7%
KARLAR

Stjórn Karatedeildar
2021-2022

LESA MEIRA

Ársreikningur
Karatedeildar

Ársreikningur