Blakdeild

Árið 2021 var ár faraldursins mikla eins og meginhluti ársins 2020 var.  Þetta leit vel út í byrjun árs og  Íslandsmótið fór í gang en síðan var skellt í lás aftur  og leikjum frestað.  Það tókst þó að klára bæði Kjörísbikarinn og úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn sem var framför frá árinu áður.

Bikarkeppni BLI , Kjörísbikarinn var spilaður miklum takmörkunum. Bæði karla og kvennaliðin okkar komust áfram í FINAL 4 helgina í Digranesi. Stelpurnar duttu út í 4ra liða úrslitunum þar sem HK vann þann leik og varð síðan bikarmeistari. Strákarnir unnu hins vegar sinn leik og spiluðu þeir frábærlega og slógu HK út í 4ra liða úrslitunum og spiluðu við Hamar í úrslitaleiknum. Þeir áttu flottan leik en urðu að játa sig sigraða eftir hörku leik í beinni útsendingu á RUV.

Blakkona Aftureldingar 2021  var valin Thelma Dögg Grétarsdóttir  og Blakmaður Aftureldingar var Sigþór Helgason og voru þau bæði mjög vel að þessum tilnefningum komin en þau spiluðu bæði mjög stór hlutverk í úrvalsdeildarliðum blakdeildarinnar auk þess sem Thelma var stigahæst á leiktíðinni var valin í lið tímabilsins, var stigahæsti leikmaður deildarinnar, Íslandsmeistari með kvennaliðinu okkar og Íslandsmeistari í strandblaki 2021.

Thelma var síðan kjörin íþróttakona Aftureldingar 2021 og Íþróttakona Mosfellsbæjar einnig og erum við ákaflega stolt af henni og hennar afrekum.

LESA MEIRA

Félagsmenn Blakdeildar

0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR

Stjórn Blakdeildar
2021-2022

LESA MEIRA