Taekwondodeild

Unglingaráð Taekwondo fékk Starfsbikar UMFÍ árið 2021. Starf deildarinnar væri langt í frá eins öflugt og það í dag er, ef ekki væri fyrir unglingaráðið og þá frábæru krakka sem þar eru.  Þau koma stjórn sífellt á óvart með hversu ábyrg, hugmyndarík og fagleg þau eru og framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum krökkum, hvort sem er í íþróttinni eða lífinu í heild sinni.

Þau Ásthildur Emma og Wiktor Sobczynski voru valin taekwondo fólk ársins hjá Aftureldingu og Mosfellsbæ. Þau stóðu sig vel á þeim fáu mótum sem voru á árinu og eru flottir fulltrúar taekwondo.

Árið 2021 var ekki alveg laust við lokanir vegna Covid. Þegar ekki var hægt að mæta á æfingar þá héldu þjálfarar úti heimaæfingum. Þeir settu inn æfingar alla virka daga vikunnar. Þá gátu iðkendur haft beint samband við þjálfara ef þeim vantaði aðstoð.

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.

LESA MEIRA

Félagsmenn Taekwondodeildar

0
FÉLAGAR
0,7%
KONUR
0,3%
KARLAR

Stjórn Taekwondodeildar
2021-2022

LESA MEIRA

Ársreikningur Taekwondodeildar