Ársskýrsla 2021
Texti: Bjarni Gíslason, Eygerður Helgadóttir, Guðbjörg Snorradóttir, Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Helga Hjálmrós Bjarnadóttir, Rut Sigurðardóttir, Magnea Rós Axelsdóttir og Málfríður Eva Jorgensen
Stjórn
Allir meðlimir þeirrar stjórnar sem skipuð var haustið 2020 gáfu kost á sér til áframhaldandi setu. Á vorönn sátu í stjórn Eygerður Helgadóttir, formaður, Guðbjörg Snorradóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, ritari, Helga Hjálmrós Bjarnadóttir, meðstjórnandi og Rut Sigurðardóttir, meðstjórnandi.
Á haustönn óskuðu Eygerður og Guðbjörg eftir því að fá að stíga út úr stjórn deildarinnar þar sem þær áttu ekki lengur iðkendur í fimleikum. Í þeirra stað komu nýjar í stjórn þær Magnea Rós Axelsdóttir og Málfríður Eva Jorgensen (Lillý). Stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar á haustönn var skipuð af Ingibjörgu Sigurbjörnsdóttur, formaður, Helga Hjálmrós Bjarnadóttir, gjaldkeri, Rut Sigurðardóttir, ritari, Magnea Rós Axelsdóttir, meðstjórnandi og Málfríður Eva Jorgensen, meðstjórnandi. Eygerður og Guðbjörg hafa verið stjórn innan handar og veitt ráðgjöf í hinum ýmsu málum.
Fastráðið starfsfólk
Árið 2021 voru þrjú stöðugildi með fastráðnum starfsmönnum. Á vorönn voru þrír starfsmenn sem sinntu fullu starfi, Bjarni Gíslason, deildarstjóri, Alexander Sigurðsson, yfirþjálfari og Mia Viktorsdóttir, þjálfari. Á haustönn urðu breytingar á fastráðnu starfsfólki og voru þá auk Bjarna þær Anna Valdís Einarsdóttir yfirþjálfari keppnishópa og Szabó-Joó Gabriella, yfirþjálfari almennrar deildar og sýningarstjóri, öll í 100% starfi.
Annað starfsfólk
Vorönn: samtals 28 á launaskrá, deildarstjóri, yfirþálfari, 7 þjálfarar, 19 aðstoðarþjálfarar
Haustönn: samtals 28 á launskrá, deildarstjóri, 2x yfirþjálfarar, 9 þjálfarar, 15 aðstoðarþjálfarar, 1 í stuðning.
Húsnæði og áhöld
Á árinu 2020 var mjög lítið keypt af áhöldum og tækjum þar sem samkomutakmarkanir og skert starfsemi var stóran hluta af árinu. Það var því orðin uppsöfnuð þörf fyrir kaupum á áhöldum á árinu 2021. Samtals voru gjaldfærðar um 3 milljónir vegna kaupa á smærri áhöldum, tækjum og búningum og 4,8 milljónir voru eignfærðar. Meðal þess sem keypt var á árinu 2021 var:
- Tjald til að skipta salnum í tvennt
- Öryggispúða fyrir trampólín
- Öryggisfestingu fyrir loftdýnu
- Púða í púðagrifjuna vegna öryggis
- Trampbretti (2stk)
- Litlar mjúkar dýnur (2stk)
- Hlaupakubba (8stk)
- Uppblásinn skáhalla (2stk)
- Rúlla
Iðkendur
Fjöldi vorönn 21 voru 427 iðkendur (aukning frá vorönn 2020 voru 338)
Fjöldi haustönn 21 voru 497 (aukning frá haustönn 2020 voru 381)
Búningar
Vorönn: Keyptir 20stk heilgallar
Haustönn: Keypt voru þjálfara föt á alla. 55 stuttermabolir, 28 langermabolir, 26 buxur og 11 töskur.
Fjáröflun
Það var engin fjáröflun í gangi nema leiga á salnum.
Sýningar
Vorönn: Engar sýningar að sökum Covid.
Haustönn: Haustsýning sem var haldin fyrir foreldra í sýningarhópum og vakti mikla lukku.
Það var stefnt á jólasýningu með áhorfendum. Vegna Covid þá var sýningin tekin upp á æfingartíma til að forðast blöndun hópanna og klippt saman í myndband sem var svo sent á foreldra.
Sumarnámskeið
Það var boðið upp á sumarnámskeið í 6 vikur. 14. júní til 2. júlí og svo aftur 3. til 20. ágúst. Það var í boði að skrá eina viku í senn, bæði hægt að velja heila daga og hálfa daga. Heildarfjöldi yfir þessar 6 vikur voru 222 skráðir. Það var einn starfsmaður á fullum launum sem sá um námskeiðið og með honum komu 4 yngri starfsmenn á launum hjá bænum.
Mótahald
Engum mótum var úthlutað til Aftureldingar árið 2021.
Árangur á mótum
Deildin náði að senda frá sér 8 lið til keppni á vorönn 2021 þrátt fyrir Covid sem tóku þátt á Vormóti, Bikarmóti, Gk móti og svo Íslandsmóti. Helsti árangur var drengjaflokkur KKE þar sem þeir lentu í 2. sæti á Bikarmóti og 3. sæti á Íslandsmóti. 5. flokkurinn náði svo að hreppa BIkarmeistaratitilinn og lentu svo í 2. sæti á Íslandsmóti.
Uppskeruhátíð
Fimleikamaður ársins var Axel Björgvinsson en hann æfir með KKE hópnum sem er elsti hópurinn okkar í karladeild.
Fimleikakona ársins var Helga Sóley Jóhannsdóttir og hún er að æfa með 2. flokk sem er elsti hópurinn í kvennadeild.