Uppbygging
Árið 2020 var enn eitt uppbyggingarárið í körfunni hjá Aftureldingu. Iðkendum heldur áfram að fjölga hratt og eftir nokkurn undirbúning var farið af stað með æfingar fyrir stúlknahópa. Fimm stelpur hófu leik í haust en voru orðnar um 30 strax um áramót. Undir lok keppnistímabilsins 2020-2021 var fjöldi iðkenda í deildinni rúmlega 120.
Þrjú kvennalið og sjö karlalið hafa verið að keppa á Íslandsmótum í vetur og gengið ljómandi vel. Hjá deildinni starfa alls níu þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Markmiðið er að það séu alltaf að lágmarki tveir þjálfarar á hverri æfingu.
Aðstaða
Aðstaða til körfuboltaiðkunar er ágæt í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli en nauðsynlegt verður að fá fleiri tíma til þessa að get mætt þessum mikla iðkendafjölda og til að geta haldið áfram að efla körfuboltaiðkun í Mosfellsbæ.
Reynt hefur verið að koma því á dagskrá Mosfellsbæjar að bæta úti aðstöðu til körfuboltaiðkunar á skólalóðum bæjarins það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Á síðasta aðalfundi var samþykkt eftirfarandi ályktun;
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Aftureldingar skorar á Mosfellsbæ að bæta aðstöðu til körfuoltaiðkunar á skólalóðum bæjarins.
Útivellir hafa verið settir upp víða um land og hafa mikið afþreyingargildi fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Mosfellsbær er stækkandi bæjarfélag sem leggur mikla áherslu á heilsu, barna- og íþróttamenningu.
Öruggir vellir með fyrsta flokkas aðstöðu til að leika sér úti allt árið um kring myndu hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.
Áfram körfubolti!
Stjórn KKD Aftureldingar