Skýrsla formanns
Uppskeran á árinu 2021 var að mörgu leiti mjög góð og það verður aldrei of oft sagt að það er svo innilega gleðilegt þegar maður sér fólkið okkar uppskera árangur erfiðisins.
Iðkendum í Aftureldingu hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár en á árinu fjölgaði þeim um 214 eða 14,8% eftir að hafa fækkað lítillega árið áður. Þann 31. desember 2021 voru skráðir iðkendur 1.658 en það eru 1.444 einstaklingar sem merkir að það eru 207 börn sem æfa fleiri en eina grein. Í haust var farið í markvissa vinnu með yfirþjálfurum þriggja stærstu deildanna með það að markmiði að tímatafla hjá 1. – 4. bekk skaraðist ekkert, það varð úr að ein æfing skaraðist hjá þessum aldri þannig að það er tækifæri til bætingar.
Íþróttakona ársins hjá Aftureldingu 2021 er Telma Dögg Grétarsdóttir en árið var henni mjög gott og er hún einn af máttarstólpum Aftureldingar og A landsliðs Íslands.
Íþróttamaður Aftureldingar var kjörinn Þórður Jökull Henrysson karatemaður. Undanfarin ár hefur Þórður verið afkastamikill bæði hérlendis og á alþjóðlegum mótum, Þórður er í 11. sæti á heimslista U21 í kata karla.
Félagsmenn Aftureldingar
wdt_ID | Deild | Fjöldinn | Fjöldi | Hlutfall | KK | KVK | KK hlutfall | KVK hlutfall |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Knattspyrnudeild | 660 | 660 | 37,9 | 425 | 235 | 64,4 | 35,6 |
2 | Fimleikadeild | 492 | 492 | 28,3 | 132 | 360 | 26,8 | 73,2 |
3 | Handknattleiksdeild | 245 | 245 | 14,1 | 163 | 82 | 66,5 | 33,5 |
4 | Blakdeild | 150 | 150 | 8,6 | 48 | 102 | 32,0 | 68,0 |
5 | Taekwondodeild | 87 | 87 | 5,0 | 62 | 25 | 71,3 | 28,7 |
6 | Körfuknattleiksdeild | 120 | 120 | 6,9 | 98 | 22 | 81,7 | 18,3 |
7 | Karatedeild | 42 | 42 | 2,4 | 28 | 14 | 66,7 | 33,3 |
8 | Frjálsíþróttadeild | 20 | 20 | 1,1 | 9 | 11 | 45,0 | 55,0 |
9 | Badmintondeild | 107 | 107 | 6,1 | 84 | 23 | 78,5 | 21,5 |
10 | Sunddeild | 74 | 74 | 4,3 | 33 | 41 | 44,6 | 55,4 |