Skýrsla skrifstofu

Kristrún Krisjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Aftureldingar

Árið 2020 var áhugavert,  reynsluríkt og kostnaðarsamt á ótrúlega margan hátt.  Mikið hefur reynt á þolinmæði, þrautseygju og útsjónarsemi allra sem koma að starfinu með einum eða öðrum hætti.

Af skrifstofu Aftureldingar er það að frétta að skrifstofan flutti sig um set í lok desember og er nú komin í nýtt og stórglæsilegt rými í hinum enda hússins, á milli fimleikasalarins og íþróttahússins. Hér getum við tekið á móti sjálfboðaliðum og þjálfurum með betri hætti en áður og fer ákaflega vel um okkur öll hérna.

Þrátt fyrir eftirminnilegt ár,sem var í senn mjög flókið og lærdómsríkt fyrir okkur öll, náði knattspyrnudeildin okkar nánast að klára sitt Íslandsmót. Bæði liðin leika áfram í Lengjudeildinni nú í sumar og vonumst við eftir fullu íslandsmóti í sumar. Olísdeild kk og kvk sem handknattleiksliðin léku í og Mizunideild og blakdeildin lék í voru stöðvaðar í mars og þar við sat. Handbolti karla lentu í þriðja sæti í Olís deildinni, stelpurnar féllu um deild og leika nú á alls oddi í Grill66. Strákarnir komust í Höllina í bikarnum en komust þó ekki í úrslitaleikinn.

Hanna Björk Halldórsdóttir, íþróttafulltrúi Aftureldingar

Í blakinu voru stelpunar okkar í 2. sæti í Mizunodeildinni og strákarnir í 5. sæti þegar keppni var hætt. Ekki náðist að klára bikarkeppnina, en blakdeildin átti bæði kvenna og karla lið sem áttu að keppa lokahelgina í Höllinni.  B-lið kvk urði einnig deildarmeistarar í 1. deildinni.

Oftar en við viljum telja þurftum við að slökkva á íþróttastarfi barna og unglinga. Brottfallið sem telur 2,4% teljum við meðal annars vera vegna mikillar óvissu á öllu starfinu. Við viljum alltaf fjölga iðkendum og verður næsta ár því vissulega vinna fyrir okkur. Þó brottfallið hafi ekki verið jafn slæmt og það hefði geta orðið þá gerum við okkur grein fyrir þessari næstu áskorun okkar. Áskorun að ná iðkendum okkar til baka. Áskorun sem við gætum ekki farið í án þjálfarana okkar.

Sú staðreynd að ekki varð meira brottfall má að okkar mati þakka þeim frábæra hóp sem við höfum af þjálfurum og sjálfboðaliðum. Þjálfararnir okkar komu okkur á daglega á óvart með þeirra útsjónarsemi. Flestir iðkendur gátu nálgast æfingar hjá þjálfurnum sem fóru langt út fyrir kassann til þess að halda iðkendum við efnið. Oftar en ekki skelltum við uppúr vegna frábærra hugmynda á framsetningu æfinga. Það fór ómældur tími þjálfara í að halda iðkendum við efnið, sem skilaði sér heldur betur.

Sjálboðaliðarnir stigu líka upp – þeir hvöttu leikmenn, þjálfara og hvert annað fyrir utan hefðbundin sjálfaboðaliðastörf.  Eitt erfiðasta verkefni ársins, jafnframt það skemmtilegasta er val á íþróttamanni ársins. Á þeim viðburði er einn sjálfboðaliði einnig valinn, Vinnuþjarkur. Þetta ár var þetta flókið og erfitt var. Rúmlega 110 sjálfboðaliðar félagsins hefðu allir geta fengið þessi verðlaun. Við erum ákaflega heppin með allt þetta frábæra fólk. Án þeirra væri starfið ansi máttlaust.

Við hlökkum til nýrra og öðruvísi áskoranna þar sem við vonumst til að geta eytt meiri tíma í íþróttastarfið og minna tíma í sóttvarnir.

Áfram Afturelding

Kristrún Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Aftureldingar

Hanna Björk Halldórsdóttir, íþróttafulltrúi Aftureldingar